Enski boltinn - Tottenham verður besta liðið í Evrópu

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Við höldum áfram að hita upp fyrir ensku úrvalsdeildina en það styttist í það að hún fari að rúlla. Í dag er komið að því að ræða Tottenham og það eru fáir betri í því en félagarnir Hjálmar Örn Jóhannsson og Ingimar Helgi Finnsson. Þeir ræddu Evróputitilinn, Thomas Frank og misheppnuð skipti Morgan Gibbs-White svo fátt eitt sé nefnt. Tottenham ætlar að verða besta lið Evrópu með því að vinna PSG í Ofurbikar Evrópu.