Tveggja Turna Tal - Atli Guðnason

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Atli Guðnason hóf meistaraflokksferil sinn með FH árið 2004 og varð sjöfaldur Íslandsmeistari og tvöfaldur bikarmeistari með liðinu. Hann er leikjahæsti leikmaður í sögu FH í efstu deild, með 285 leiki þar sem hann skoraði 68 mörk og gaf 84 stoðsendingar. ?Árið 2012 náði Atli þeim merka áfanga, sem enginn annar hefur náð, að verða bæði markakóngur og stoðsendingakóngur Pepsi-deildarinnar. Atli var valinn leikmaður ársins 2009 og 2012.Við Atli ræddum ýmislegt. Golf, hvernig við höldum okkur svona ungum, áhuga Atla til að starfa við fótbolta í nánustu framtíð og svo veltum við Heimi Guðjóns og Böðvari Böðvarssyni aðeins fyrir okkur og margt fleira.Njótið vel!